Hálfum salnum vöknaði um augu, þegar Kjartan Gunnarsson sagði innvígðum sjálfstæðismönnum frá vonzku Davíðs. Síðan föðmuðust Kjartan og Geir Haarde innilega við tryllt fagnaðarlæti múgsins. Kaflaskipti voru í sögunni. Geir hafði loksins tekið við af Davíð. Hannes skellti hurðum. Flokkurinn hóf nýtt líf. Daginn eftir sagði Kjartan, að hann hefði ekki verið að tala um Davíð, sem væri ferlega frábær. Sagði þó ekki um hvern, sennilega karlinn í tunglinu. Allt í einu var Davíð aftur kominn til áhrifa í flokknum. Gamlir lénsmenn greifans grétu af gleði. Flokkurinn er leikhús tilfinninganna.