Ferðatíðnin ræður

Ferðir

Samgöngur eru frábærar í Berlín, þótt lítið sé um leigubíla. Heimamenn nota samgöngutæki almennings, lestar, strætó og sporvagna. Munur Reykjavíkur og Berlínar er, að þar líða fimm eða tíu mínútur milli ferða. Gerir gæfumuninn, þér finnst þú aldrei vera að tefja tímann. Á mörgum stöðvum er tölvuskilti, sem segir hversu margar mínútur eru í næsta vagn. Tvær strætóleiðir, 100 og 200, dekka miðbæinn milli Bahnhof Zoo og Alexanderplatz, þar sem flest er af skoðunarverðu, jafnvel stanzað við íslenzka sendiráðið. En ferðatíðnin ræður úrslitum um vinsældirnar. Hér verður aldrei strætó nema með tíðum ferðum.