Ferðamenn eru sáttir

Ferðir, Veitingar

Ferðamenn eru almennt sáttir við matreiðslu og gistingu á Íslandi. Í þúsundum ummæla á TripAdvisor er leitun að óánægju. Helzt eru það gistiheimili, sem fá á baukinn, einkum Tunguvegur, Travel Inn og Adam í Reykjavík. Veitingastaðir þykja almennt góðir og sumir frábærir, sérstaklega í Reykjavík. Ferðabransinn laðar fólk að landinu. Það sækist eftir vingjarnlegu viðmóti umfram annað og af því er nóg hér á landi. Fólk er almennt opið gagnvart náunganum og nýtur þess að umgangast útlendinga. Í nánast öllum plássum landsins er í boði matur og gisting, sem ferðamenn hrífast af. Ferðabransinn stendur sig í stykkinu.