Ferðalag látins páfa

Punktar

Margt er skrítið í sögu Páfagarðs. Árið 897 réttaði Stefán páfi sjötti yfir Formósus, látnum forvera. Líkið var grafið upp, klætt í páfaskrúð og sett í hásæti í réttarsal. Þar var líkið ákært fyrir landráð. Höggnir voru af því þrír fingur og því síðan hent í Tíbur. Ekki dugði það Stefáni til framhalds, því að hann var kyrktur síðar á sama ári. Áður var líkið af Formósus fiskað úr ánni og fékk aðra greftrun. Að Stefáni myrtum var Formósus aftur grafinn upp og lagður til hvíldar í Péturskirkju. Nokkru síðar á tíma páfans Sergíus þriðja var líkið enn tekið, dæmt og hálshöggvið. Mikið ferðalag á einu líki.