Ferðablaðran í jafnvægi

Punktar

Íslenzka ferðablaðran þenst ekki lengur út. Hún er ekki að springa, en er að ná jafnvægi. Tími rosalegrar aukningar er liðinn og stöðnun er framundan. Undan litlu er að kvarta, verðgildi ferðaþjónustu er orðið tvöfalt hærra en verðgildi áls og fiskjar samanlagt. Ekki lítið afrek á örfáum árum. Enn er verið að byggja hótel og kría lán út á framkvæmdir. Sumir munu springa á limminu í stöðnuninni og verða gjaldþrota. Hótel eru þegar komin í sölu á byggingartíma. Breikka þarf bransann og leggja meiri áherzlu á dýra ferðamennsku, svo sem ráðstefnur, hellaskoðun, lyftur í gömlum gígum, skíðamennsku í þyrlum, hveraböð, fiskveiði, útsýnisflug og heilsu.