Hákarlar stefna að einum milljarði í nýtt hlutafé Árvakurs upp í þriggja milljarða skuld við Glitni. Þeir hafa ekki áhuga á fréttamennsku, heldur á skoðanamyndun. Allir vilja þeir eignast Moggann til að stýra skoðunum fólks. Sumir tengjast þeir óbeit á Evrópusambandinu og eru því andvígir stefnu ritstjórans. Stærsti kostnaðaraðilinn á að vera Glitnir. Hann á að afskrifa einn eða tvo milljarða af skuldinni. Þannig er ríkisbanki peð í valdatafli hagsmunaaðila innan Sjálfstæðisflokksins. Þetta gerist í felum. Nær er að bjóða út Moggann í dagsbirtu, taka hæsta tilboði, lágmarka tjón ríkisins.