Fela sig bak við eftirlitið

Punktar

Eftirlitsstofnun evrópska efnahagssvæðisins er ekki eins vond og sagt er. Hún er hefur aldrei sagt, að skipta þurfi Íbúðalánasjóði í tvennt. Hún hefur aldrei sagt, að Íbúðalánasjóður megi ekki veita almenn lán með ríkisábyrgð. Hún hefur bara sagt, að Íbúðalánasjóður verði að hafa hemil á umfangi slíkra lána. Ríkisstjórnin hefur Eftirlitsstofnunina fyrir rangri sök. Einkum Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, sem hefur logið ofangreindu upp á hana. Hún er að leyna því, að Samfylkingin er að hjálpa Sjálfstæðisflokknum við að koma upp þjóðfélagi bankagræðginnar. Gegn hagsmunum almennings.