Hross mega ekki vera svöng í veðrabrigðum frosts og þíðu í útigangi á veturna. Það spillir einangrunargetu húðarinnar og veldur vanlíðan þeirra. Ill meðferð er svo sem ekki ný af nálinni. Hefðbundið var, að þau fengu það, sem kálfarnir vildu ekki éta. Nú er öldin önnur. Þau eru ekki lengur dráttarklárar, heldur góðhestar og fjölskylduvinir. Flestir fara vel með hross sín. Víða á útigangi standa þau í heyi allan veturinn glansandi feit. Þau vilja vera feit, þá finnst þeim þau muni lifa af veturinn og þá líður þeim vel. Meira en nóg er til af ódýru heyi. Herða þarf aðgerðir gegn þeim sárafáu, sem enn vanrækja hross sín.
