Eðlilegt er, að ljósmyndara fjölmiðils sé kastað út af aðalfundi Bakkavarar. Fyrirtækið er nefnilega feimnismál lífeyrissjóðanna. Þeir keyptu hræið af bankanum og afhentu Bakkabræðrum það að nýju. Skuldir útrásargreifanna voru fyrst afskrifaðar og svo lögðu þeir til fjóra milljarða í hlutafé. Ekki blankir eftir afskriftirnar. Fyrst létu lífeyrisbófarnir greifana stjórna fyrirtækinu og nú eru þeir orðnir með stærstu eigendum. Greifarnir komnir aftur til skjalanna, hvítskúraðir eftir hrunið. Þetta gera lífeyrisbófarnir við peninga gamla fólksins um leið og þeir rýra léleg lífeyrisréttindi þess.
