Fjölmiðlar og álitsgjafar fatta illa, að 35-40% neita að segja skoðun sína í nýjustu könnunum á pólitík. Hvorki er víst né líklegt, að hinir feimnu hafi sömu skoðun og hinir frökku. Hins vegar eiga þeir ekki eftir að gera upp hug sinn. Flestir kjósendur hefur ákveðið sig fyrir löngu og fara á mis við virðuleg pallborð fjölmiðla. Við vitum, að kjósendur Framsóknar eru fremur feimnir og kjósendur Sjálfstæðis fremur frakkir. Þar má áætla nokkra skekkju. Að öðru leyti veit enginn, hvernig þriðjungur atkvæðanna lítur út, þegar þau koma upp úr kössunum í talningunni. Þá verður uppákoma.
