Framsóknarmenn skammast sín, þegar þeir eru spurðir í könnunum og vilja helzt ekki segja til flokks. Því mælist Framsókn illa í könnunum. Síðast halaði flokkurinn inn tölvuert fylgi á síðustu vikunum fyrir kosningar, því að kjósendur flokksins komu þá loksins út úr fylgsnunum. Þetta er eðlilegt fyrir flokk, sem er í rauninni vinnumiðlun og spillingarmiðlun. Skjólstæðingar flokksins eru margir, en mælast seint og illa. Það er óeðlilegt að afkastamikill flokkur í sértækri góðsemi hafi innan við 10% fylgi. Enda er það nú að koma í ljós þremur vikum fyrir kosningar.
