Fávitar elska fávita

Punktar

Alþingismenn neita að ræða og afgreiða frumvarp pírata um launalækkun þingmanna. Eru sáttir við að fá 50% meiri hækkun en aðrir. Aðeins Píratar, Vinstri grænir og Samfylkingin vildu hleypa þessu sjálfsagða máli á dagskrá. Í staðinn er að ráði stjórnarflokkanna rætt dag eftir dag um bús í búðir. Með stuðningi fólks, sem ræðir dögum saman á fésbók um bús í búðir. Þetta er pólitíkin á fávitahælinu Íslandi þessa dagana. Bús í búðir tekur líka tíma frá öðrum brýnum málum, svo sem húsnæðisvandræðum unga fólksins og sultarkjörum margra aldraðra og öryrkja. Svona gerist, þegar fávitar ráða sams konar fávita til að setja lög á alþingi.