Fávitahæli kontórista

Punktar

Utanríkisráðuneytið sendi í gærkvöldi samningamann úr TISA viðræðunum á fund í Norræna húsinu að kynna málið fyrir áhugafólki. Vissi lítið um málið, minna en fundargestir. Hafði ekki kynnt sér birtingu leyniskjala Wikileaks um málið né fréttir fjölmiðla. Sé þessi sauður hinn skásti í ráðuneytinu, hvernig eru þá hinir? Upplýst var, að ráðuneytið rekur eins sofandi að feigðarósi þessa dagana og það hefur gert frá upphafi. Langvinn umræða um málið hefur engin áhrif haft. Okkur er skutlað í martröð, þar sem gráðug risafyrirtæki hafa réttarstöðu þjóðríkja í viðskiptapólitík heimsins. Ráðuneytið reynist bara vera fávitahæli kontórista.