Fattlausir fjölmiðlar

Fjölmiðlun

Ég tók ekki eftir, að fjölmiðlar hefðu mikinn áhuga á meðferð Alþingis á fríverzlunarsamningi við Kína. Hann er dæmigert rugl, sem flýtur meira eða minna viðstöðulaust gegnum afgreiðslustofnun. Og fjölmiðlar nenna ekki að vinna vinnuna sína. Eini aðilinn, sem nennti að kanna málið og gagnrýna það, er Birgitta Jónsdóttir. Hún sallaði samninginn niður lið fyrir lið. Hann er raunar hluti af íslenzkri áráttu að hafna nánasta umhverfi sínu og leita viðskipta sem lengst í burtu. Reynsla annarra af viðskiptum við Kína er afar blendin, svo ekki sé meira sagt. En fjölmiðlarnir eru með hugann við annað.