Fatt- og fatalausir gáfumenn

Punktar

Morgunblaðið hefur gáfumannaforsíðu í dag. Aðalfréttin er, að Halldór Laxness hafi skrifað tvö vers, sem fundust í póesíbók á Vegamótastíg 9. Aðalheimildin er Halldór Guðmundsson, höfundur ævisögu Laxness. Einnig hafði Mogginn samband við fjölmarga sérfræðinga í kveðskap. Niðurstaða blaðsins er, að Halldór sé höfundur. Guðmundi Magnússyni, blaðamanni og bloggara, fannst það skrítið. Segist ekki vera vísnafróður. Fór bara á Google eins og aðrir. Fann á einni mínútu höfundinn, Þorleif Jónsson á Hjallalandi í Vatnsdal. Guðmundur er í nýjum heimi nýrrar tækni, en gáfumenn Moggans voru fatt- og fatalausir.