Ég hef ekki séð vefengda fréttina um, að fatlaðir fái 4.200 krónur á mánuði fyrir vinnu sína. Þeir fá þetta fyrir að pakka vörum og líma miða á þær hjá svonefndri “hæfingarstöð” fatlaðra. Lága upphæðin er afsökuð með, að þetta sé ekki full vinna, heldur sé líka veitt starfsþjálfun. Svipaðar skýringar eru áreiðanlega á takteinum hjá fyrirtækjum, sem nota börn fyrir þræla í verksmiðjum þróunarlandanna. Mér sýnist þrælahald á fötluðum hér á landi vera svipað og þrælahald erlendis á börnum í þágu tízkuframleiðandans GAP og skógerðarinnar Nike. Vandamálafræðingarnir hafa ekkert gert í málinu.
