Fatlaðir hraktir burt

Punktar

Út í hött er, að Sveinn Elías Elíasson geti hrakið fatlaða frá bílastæðum, sem þeim eru ætluð. Þetta á að heita íþróttamaður, en seint getur hann orðið fyrirmynd um uppeldi. Ég – um mig – frá mér – til mín heilkennið breiðist út, þrátt fyrir myndbirtingar og umræðu. Þetta er sami sjóndeildarhringurinn og hjá þeim, sem komu Íslandi á hliðina í hruninu með taumlausri eigingirni. Brýnt er að herða eftirlit með bílastæðum og tífalda refsingu fyrir afbrot af tagi Sveins Elíasar. Frekja og eigingirni er sýnilegust í umferðinni og fer þar vaxandi. Ríkið þarf að hafa forustu í vörnum fyrir siðmenningunni.