Þegar þetta er skrifað, hef ég ekki séð neinn fjölmiðil birta myndina af Hummer Framsóknarflokksins í bílastæði fatlaðra. Það sýnir, að við erum að hverfa aftur til samþagnar, þar sem sannleikurinn má ekki koma í ljós, ef hann er nógu óþægilegur. Mynd ársins fæst ekki birt í blöðum eða sjónvarpi. Það er bara of seint að stunda slíka samþögn árið 2006. Með þessu framhaldi flýta fjölmiðlar fyrir því, að veraldarvefurinn taki við af þeim, sem ímynda sér, að þeir geti í krafti gamallar aðstöðu skammtað upplýsingar ofan í fólk.
