Fasteignabrask fólksins

Punktar

Krónur og gjaldeyrir er sitt hvað. Séu tekjur þínar í krónum, sem sveiflast, geta þær hækkað og einkum lækkað í raunverulegum verðmætum, það er gjaldeyri. Sjóðum er brýnt að hafa eignir sínar frekar í gjaldeyri, því til langs tíma rís hann í verði. Til að spara gjaldeyri hafa stjórnvöld oft takmarkað yfirfærslur um tíma. Ekki núna, hagvöxtur er góður vegna ferðaþjónustu. Því er góður tími til að losa sig við eignir á ferðamannasvæðum, svo sem Reykjavík. Fénu má svo skipta yfir í evrur til að kaupa í staðinn eign í sólarlöndum. Nú er fasteignabóla nýsprungin á Spáni og margir farnir að hugsa sér að verja ellinni á hvítum og ljúfum ströndum.