Sumum finnst ljótt að heyra eða lesa orðin fasismi og fasisti, þótt að baki séu vísindalegar skilgreiningar á viðhorfi margra til lífsins og tilverunnar. Allt frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar hafa félags- og sálvísindamenn kafað í hugarfar, sem kraumar undir niðri á Vesturlöndum. … Bezt fjallaði hópur bandarískra og þýzkra fræðimanna um fasisma og fasista. Þekktastir voru Adorno og Horkheimer, sem notuðu raunar hugtökin valdshyggju og valdshyggjumenn sem minna hlaðin orð. Ég hef raunar oftar notað þau orð en fasisma og fasista um nokkra þætti íslenzkra stjórnmála. …
