Fasismaþráður okkar

Punktar

Margir telja fjölmiðlum bera skylda til að skammta aðgang að fréttum og umræðu á þann veg, að óæskilegar skoðanir komi ekki fram, til dæmis ekki stuðningur við neyzlu fíknifefna. Afar skammt er frá þeirri séríslensku skoðun yfir í að telja fjölmiðlum bera skylda til að hindra óæskilegar skoðanir á margvíslegum vandamálum fólks, á þjóðfélagsmálum almennt og á pólitíkinni sjálfri. Sem oftar kemur í ljós stinnur fasismaþráður (Stétt með stétt) með þjóðinni, þar sem öllum er talin bera skylda til að standa vörð við félagslegan réttrúnað hvers tíma.