Farið um fornar götur

Hestar

Þegar ferðast er með lausa hesta milli héraða, raðast lausu hestarnir í einfalda röð eftir götunni. Þetta má hvarvetna sjá í hestaferðum. Í landinu mótast hestagata smám saman um aldir alda. Hestagötur eru um allt land og eru mestu fornminjar landsins, sumar þúsund ára gamlar. Þannig er gamli Kjalvegurinn, Síldarmannagötur og Sölvamannagötur, Grillirahryggur og Prestastígur, svo örfá dæmi séu nefnd. Í hestaferðum í óbyggðum er alltaf keypt hey í gistiskálum. Það er hvarvetna til sölu, þar sem hestamenn eru á ferð. Hestaferðir valda sáralitlu álagi á viðkvæma náttúru óbyggðanna.