Falstölur um traust

Fjölmiðlun

Könnunarstofan MMR hafði nokkra fjölmiðla að fífli í gær. Sendi frá sér tölur úr gamalli könnun frá febrúar í vetur. Fjölmiðlarnir skrifa svo um hana eins og hún sé ný frétt. Upp úr áramótum var Ólafur Ragnar ekki búinn að bjóða sig fram til forseta. Og Lilja Mósesdóttir var ekki búin að stofna stjórnmálaflokk. Aðstæður voru allt aðrar í samfélaginu en þær eru núna. Fólk, sem ekki veit betur, tengir traust og vantraust pólitíkusa við nýjar fréttir af þeim. Því er mikilvægt að vekja athygli á, að birtingin er bara blekking. Hún styðst ekki við neina fagmennsku könnunarstofu eða fjölmiðla.