AMX birti áðan falsað áhorfendagraf upp úr Capacent Gallup. Núllpunkturinn er ekki skráður á grafinu, heldur byrjað í tíuþúsund áhorfendum, eins og það sé núllpunkturinn. Fyrir bragðið er allt ýkt í grafinu. Minni notkun frétta ríkissjónvarpsins verður að hruni í notkun. Svipað og um daginn, þegar birtist graf um gjaldþrot. Það sýndi hrun, en fjallaði við nánari athugun um nánast óbreyttan fjölda gjaldþrota. Aðeins var sýndur toppurinn á grafinu. Ég hef grun um, að upphafs þessara falsana sé að leita hjá Capacent Gallup. Notendur fjölmiðla þurfa að gæta sín á sóðalegum vinnubrögðum af þessu tagi.
