Fálkinn síglaði

Punktar

Ferðamenn komu Íslandi til bjargar, hindruðu þjóðargjaldþrot í kjölfar stóra hrunsins. Kominn er þó tími til að staldra við og íhuga, hvernig þetta endar. Verður tekjulindin eyðilögð í hamslausri græðgi? Verður tækifærið notað til að breyta þjóðareign í einkaeign? Með verklausa Ragnheiði Elínu í ráðuneytinu má búast við öllu illu. Þurfum tekjulind á borð við vask til að borga verndun auðlindarinnar. Þurfum að kosta skipulag og verksvit. Megum ekki drita pöllum og stigum og klósettum á tvist og bast. Þetta þarf að hanna inn í landslagið, vinna mál af viti. Einkum þarf að losna við fálkann síglaða, Ragnheiði Elínu.