Falin myndavél er einnota

Punktar

Helgi Felixson er á hálum ís. Hefur tekið sjónvarpsviðtöl við útrásarjöfra og beitt á þá falinni myndavél. Þau vinnubrögð eru alls ekki viðurkennd í blaðamennsku, þótt Michael Moore noti þau. Hann er ekki til fyrirmyndar, ég tel hann óheiðarlegan. Með falinni myndavél hverfur traust milli blaðamanns og viðmælanda hans. Það er einnota aðferð. Í næsta skipti passa allir sig. Helgi leysir sinn vanda á líðandi stund með því að fórna árangri allra hinna í gerð síðari heimildamynda. Ég mundi sjálfur forða mér, ef ég sé Helga á ferð. Allir tapa á því til langs tíma að einn skuli bregðast trausti fólks.