DV upplýsir í dag, að Samherji faldi átta milljarða í skattaskjóli á Kýpur. Pússluspil Samherja er smám saman að koma upp á yfirborðið. Þorsteinn Már Baldvinsson selur dóttfyrirtæki Samherja í Þýzkalandi aflann á undirverði. Snuðar um leið ríki og sjómenn um þeirra hlut. Síðan rennur féð , ekki til baka, heldur áfram í felur til aflandseyja. Þetta er rosalegur glæpur gegn þjóðinni. Þorsteinn Már og lagatæknar hans rífa samt kjaft og þykjast ekki skilja upp né niður í innrás Seðlabankans. Kvótabófar halda sjávarútveginum og þjóðinni í gíslingu. Beita Mogganum og Sjálfstæðisflokknum gegn þjóðinni.
