Fáksmenn éta hestana sína

Hestar

Hart er í ári hjá hestamönnum. Hjá Fáki eru þeir farnir að éta hestana sína. Ætla að koma saman á þrettándanum og þrauka. Éta saltað og reykt hrossakjöt, hrossasperðla, sviðna hausa og ýmsa aðra viðurstyggð. Svo sem Ora-baunir dísætt rauðkál og bragðlausa hveitistöppu, sem þeir kalla uppstúf. Að mínu viti er tiltækið verra en mannakjötsát, því að hross eru vitrari og siðaðri verur en vesælir eigendur þeirra. Er ekki hægt að láta Fáksmenn hafa forgang hjá samtökum, sem gefa aumingjum vikulega mat í poka? Hestamennska er dýr eftir hrun, kallar á sálgæzlu og matargjafir og “alls konar fyrir aumingja”.