Fagradalsskarð

Frá Fagradal í Breiðdal um Fagradalsskarð að Fossgerði í Berufirði.

Þetta er gömul þjóðleið. Hún er falleg, meðfram fossum og næsta greið, án kletta og skriða. Umhverfis eru hvöss og fjölbreytt fjöll á báða bóga.

Förum frá bænum Fagradal suðvestur Fagradal og síðan suður og upp úr dalbotninum í Fagradalsskarð í 620 metra hæð milli Hrossatinds að austan og Grjóthólatinds að vestan. Síðan suður og suðaustur um Krossdal og suður eftir dalnum að Fossgerði.

12,2 km
Austfirðir

Nálægar leiðir: Reindalsheiði, Berufjarðarskarð, Skammadalsskarð, Krossskarð.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Árbækur Ferðafélagsins