Martin Feldstein er verst ræmdi prófessor og ráðgjafi heimsins í hagfræði. Var til dæmis ráðgjafi AIG, risavaxins tryggingafélags, sem varð vogunarsjóður eins og Sjóvá og fór á hausinn. Kom fram í Óskarsverðlaunamyndinni The Inside Job. Birtist þar sem nánast geðveikur siðblindingi. Útskýrði, hvers vegna háskólamenn mættu vera til sölu í þágu peningaaflanna. Hannes Hólmsteinn er kórdrengur í samanburði við hann. Feldstein var fyrirlesari á Íslandi í boði Landsbankans. Vel er við hæfi, að siðblindir bófar noti ríkisstyrkinn til að bjóða siðblindum bjána að troða hrunverja-rugli upp á heimska fjármálamenn.