Hinn skotglaði Dick Cheney talar í fyrirsögnum á ferð sinni um Austur-Evrópu. Einkum ögrar hann Sovétríkjunum, sem undir stjórn Pútíns forseta eru því miður á hraðri leið frá lýðræði. Cheney kýlir á ögrunina með því að hrósa nágrannaríkjunum Sovétríkjanna. Í gær sagði hann, að Albanía, Króatía og Makedónía eigi að ganga í Atlantshafsbandalagið. Það er eins vafasamt og að Serbía, Búlgaría og Rúmenía gangi í Evrópusambandið. Ríki verða í alvöru að reyna að líkja eftir vestrænum stjórnarháttum til að komast í vestrænt samfélag. Og þessi ríki hafa enn ekki sýnt það.
