Leitin að sannleikanum hefur hingað til verið talinn kjarni bandarískrar blaðamennsku. Facts, facts, facts, segja siðareglur fjölmiðla og samtaka þar í landi, en segja ekki upp á íslenzku: Oft má satt kyrrt liggja. Enda standast engir fjölmiðlar í heiminum þeim bandarísku snúning, þegar kemur að málum á borð við Watergate eða Pentagon Papers. Því er mönnum ekki sama, þegar í ljós kemur, að nokkrir atvinnumenn í stétt álitsgjafa eru líka í leyni á framfæri hagsmunaaðila, stofnana á borð við Cato Institute, sem sigla undir flaggi fræðistarfa.