F. Dorsoduro & San Polo

Borgarrölt, Feneyjar
Guggenheim: Joan Miró, Feneyjar

Guggenheim: Joan Miró

Sunnanverður tanginn milli Canal Grande að norðanverðu og Feneyjalóns að sunnanverðu. Nafnið þýðir, að jarðvegur er hér þéttari og traustari en víðast annars staðar í borginni. Þungamiðja hverfisins er listasafnið Accademia og brúin, sem er fyrir framan safnið og tengir hverfið við meginhluta miðborgarinnar.

Á sjálfum tanganum vestan við Accademia er rólegt íbúðahverfi vel stæðra Feneyinga og útlendinga. Austan við safnið er fjörugra hverfi miðstéttafólks og allra austast við hafskipahöfnina er verkamannahverfi. Suðurbakkinn við lónið er vinsæll slökunarstaður með útikaffihúsum, þar sem fólk sameinar sólskinið, útsýnið og sjávarloftið.

Við tökum bát frá Palazzo Ducale yfir Canal Grande til Dorsoduro og byrjum gönguna austast, við bátastöðina Salute, fyrir framan kirkjuna.

Næstu skref