Eyvindarstaðaheiði

Frá Goðdalafjalli í Skagafirði að Ingólfsskála norðan Hofsjökuls.

Byrjum á þjóðvegi 752 í 220 metra hæð fyrir norðan Goðdalakistu hjá eyðibýlinu Hálsakoti. Förum jeppaslóð upp Goðdalafjall í 560 metra hæð og suður eftir fjallinu endilöngu. Förum austan Leirtjarnar og vestan við Melrakkadal og Hofsdal. Slóðin liggur um einn kílómetra vestan við fjallaskálann Hraunlæk norðan við Þröngagil. Áfram förum við beint suður heiðina, austan við Fremri-Hraunkúlu að fjallaskálanum Skiptabakka við Vestari-Jökulsá. Síðan förum við suður á bóginn, alltaf nokkru vestan við Jökulsá unz við komum á leið vestan úr Skiptamel. Hún er nokkru norðan við hinn gamla Eyfirðingaveg norðan Hofsjökuls. Við beygjum þvert til austurs og förum slóðina að fjallaskálanum Ingólfsskála, sem er í 830 metra hæð á Eyfirðingavegi.

22,0 km
Skagafjörður

Skálar:
Hraunlækur: N65 11.573 W19 02.973.
Skiptabakki: N65 07.914 W19 04.335.
Ingólfsskáli: N65 00.452 W18 53.820.

Jeppafært

Nálægir ferlar: Hofsafrétt.
Nálægar leiðir: Gilhagadalur, Stafnsvötn, Geirhildarstígur, Skiptamelur, Ingólfsskáli, Gimbrafell, Strompaleið.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort