Eystripollar

Frá Sesseljubúð við Vatnahjallaveg um Eystripolla til Laugafells.

Eystripollar eru austan við Austari-Jökulsá, rústaflói með gróðurkraga, sem var einn helzti áfangastaðurinn á Vatnahjallavegi og sjást þar miklir götuslóðar.

Byrjum á Vatnahjallavegi milli Eyjafjarðar og Ingólfsskála. Sunnan Sesseljubúðar og nálægt Eystripollum förum við þverleið til suðsuðausturs um Eystripolla og Lambalæk að Strompaleið, sem liggur milli Ingólfsskála norðan Hofsjökuls og Laugafells við Sprengisand.

9,8 km
Skagafjörður, Eyjafjörður

Skálar:
Sesseljubúð: N65 06.700 W18 25.840.
Laugafell : N65 01.703 W18 19.934.
Hjörvarsskáli: N65 01.636 W18 19.926.

Jeppafært

Nálægir ferlar: Hofsafrétt, Háöldur.
Nálægar leiðir: Vatnahjalli, Gimbrafell, Laugafell, Kiðagil.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort