Eyrún í öfgadeild

Punktar

Heil Íslandsæfing Atlantshafsbandalagsins með löggunni og gæzlunni snerist um að gæta okkar fyrir „umhverfisverndar-hryðjuverkamönnum“. Hugarfar stjórnenda löggunnar og gæzlunnar snýst einmitt um, að náttúruvinir séu öfgahópar. Við það hugarfar er Eyrún Eyþórsdóttir illa fær um að setja upp sérstaka deild til „að fylgjast með uppgangi öfgahópa“, það er náttúruvina. Ég vara við öllum slíkum tilraunum til að glæpavæða náttúruvernd að undirlagi Landsvirkjunar, Landsnets og skyldra safnaða. Alþingi verður að hindra öfgatrúarflokka í að þjóna geði sínu með þessum hætti. Hafa þarf strangt eftirlit með Eyrúnu í öfgadeildinni.