Eykst og eykst og eykst

Punktar

Ferðamönnum mun enn fjölga næstu árin. Pantanir erlendra flugfélaga á lendingum í Keflavík segja allt, sem segja þarf. Flest þeirra auka sætaframboð á næsta ári. Þetta segir meira en hryllingssögur almannatengla ferðaþjónustunnar. Búast má við Asíuflugi, sem mun fjölga Kínverjum og Japönum og síðar Indverjum. Reynsla segir okkur, að þeir noti meira fé en Englendingar, sem eru minnkandi hluti ferðafólks. Ferðafólk á Íslandi er enn innan við 1% alls ferðafólks, en í nýríku löndunum búa milljarðar. Ísland er í öðrum klassa en sólarlönd og getur jafnvel selt rok og rigningu. Og það er hreint bull, að krónan sé of há. Evran fer undir hundraðkall.