Eyjafjöll

Frá Brekkum í Mýrdal um Holtsós að Skálakoti undir Eyjafjöllum.

Fáið í Skálakoti leiðsögn yfir Holtsós, sem er sífelldum breytingum undirorpinn. Skógafoss er 60 metra hár og 25 metra breiður, einn fegursti foss landsins. Hann var friðlýstur árið 1987 sem náttúruvætti. Sagnir segja, að landnámsmaðurinn Þrasi Þórólfsson hafi kastað gullkistu í helli bak við fossinn. Í Skálakoti er margvísleg þjónusta við hestamenn. Þar er hægt að fá leiðsögn yfir Holtsós.

Förum frá Brekkum norður skarðið milli Kamba að austan og Búrfells að vestan. Förum vestnorðvestur fyrir norðan Litlahöfða að Álftagróf. Síðan vestur að Bæjarhaus og sunnan við Fell suðaustur um Klifandi að þjóðvegi 1 austan við Pétursey. Með þjóðveginum vestur að Skógum og Drangshlíðarfjalli og áfram vestur að þjóðvegi 243 suður með Bakkakotsá. Förum suður og síðan vestur þann veg að Berjanesi. Þar förum við til vesturs fyrir sunnan Holtsós og síðan norður yfir hann, þar sem hann mjókkar. Síðan norður með Holtsá að þjóðvegi 1 og yfir hann að Skálakoti í Eyjafjöllum.

44,0 km
Rangárvallasýsla, Skaftafellssýslur

Ekki fyrir göngufólk

Nálægar leiðir: Holtsós, Arnarstakksheiði, Heiðarvatn, Heiðardalsvegur, Miðskálaheiði.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Jónas Kristjánsson