Eyjabakkar

Frá Snæfellsskála um Eyjabakka að Laugarfellsskála.

Ekki er fært með hesta um sjálfa Eyjabakka, aðeins í jarðri þeirra. Hafið samband við skálavörðinn í Snæfellsskála.

Frægt votlendi suðaustan undir Snæfelli, sem átti að leggja undir virkjunarlón. Leiðin liggur milli Snæfells og Eyjabakka og er ekki jeppafær vegna bleytu. Eyjabakkar eru um tíu kílómetra frá jökli og hallinn afar lítill, um fimm metrar á allri leiðinni. Jökulsá á Fljótsdal flæmist um bakkana. Þetta er gamalt lónstæði, blautt gróðurlendi, sem er kjörlendi fyrir heiðagæs. Á leiðinni má meðal annars sjá brok og stör, fjalldrapa, blágresi, steindeplu, mýrelftingu og klukkublóm.

Förum frá Snæfellsskála til suðurs fyrir austan Langahnjúk. Beygjum síðan til austurs um Þjófadali. og síðan norðaustur með Snæfelli. Förum yfir Þjófagilsá og undir Snæfellshálsi meðfram Eyjabökkum norðaustur um Snæfellsnes og um Hafursárufs og undir Hafursfelli og Laugafelli, skammt frá Kirkjufossi, í Laugarfellsskála. Þaðan er stutt norður á þjóðveg 910.

35,5 km
Austfirðir

Skálar:
Snæfell: N64 48.233 W15 38.569.
Hálsakofi: N64 46.036 W15 30.633.
Laugakofi: N63 59.392 W19 03.683.

Nálægar leiðir: Vesturöræfi, Snæfell.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort