Eyðileggjandinn

Punktar

Í leiðara í gær segir Guardian, að Boris Jeltsín hafi verið eyðileggjandi, ekki uppbyggjandi. Tækifærissinni, sem hoppaði úr stalínisma yfir á opnun Gorbatsjovs. En gat síðan sem Rússlandsforseti ekki þróað lýðræði. Þekktastur er hann fyrir að gefa ríkiseigur í hendur ólígarka, sem síðan tóku öll völd. Við þetta má bæta, að hann var róni, sem lá dögum saman í rúminu í timburmönnum. Í tremmanum gaf hann öryggisverði sínum færi á að erfa völdin. Pútín lék hlutverk Sejanusar frá Róm hinni fornu og byggði upp einræði á herðum leyniþjónustunnar og nokkurra óligarka.