Excel er marklaust

Punktar

Áróður brauðmolatrúboða snýst um, að ýmis kaupmáttur sé núna meiri en hann var einu sinni. Þeir eru að segja þetta fólki, sem fær minna en 500.000 krónur á mánuði. Líklega sér hálf þjóðin betur á eigin skinni þann veruleika, sem hagstofur og greiningadeildir sjá ekki. Af einhverjum ástæðum telja trúboðar, að þetta fólk sé móttækilegt fyrir línuritum um það efni. Hægt sé að telja fólki, sem hvorki getur leigt né keypt né farið til tannlæknis, trú um, að það hafi það helvíti gott. Eigi bara að halda kjafti, hlýða og éta panodil. Ég held samt, að margir sjái á eigin skinni, að lítið samband er milli línurita úr excel og veruleika.