Evrópumaran

Punktar

Maran á vinstri stjórninni var einæði Jóhönnu Sigurðardóttur í Evrópumálinu. Hún hugðist troða aðild upp á samstarfsflokkinn í ríkisstjórn og á þjóðina alla. Hún kunni sér ekki hóf, klauf samstarfsflokkinn og skilaði flokki sínum fylgisleysi. Þannig má ekki böðlast með mál, sem hefur of lítinn stuðning. Tími Evrópuaðildar verður ekki kominn fyrr en eftir eitthvert hrun, sem sannfærir fólk um nauðsyn hennar. Ár eftir ár og áratug er alger minnihluti fyrir aðild að Evrópu. Ég sé það, þótt ég sé fylgjandi aðild. Í pólitík þýðir ekki að böðlast áfram gegn vilja fólks. Hægri stjórninni getur t.d. orðið hált á að böðlast lengi á heilsukerfinu.