Evrópuhatrið hentar illa

Punktar

Mér finnst líklegt, að flokkur evrópusinnaðra sjálfstæðismanna fái um 20.000 atkvæði, 10% greiddra atkvæða, verði kosið síðar á þessu ári. Af þessu fylgi komi 10.000 atkvæði frá Sjálfstæðisflokknum, sem fengi þá 40.000 atkvæði eða 20% greiddra atkvæða. Hinn helmingurinn af fylgi hinna evrópusinnuðu komi frá Samfylkingunni og Bjartri framtíð. Nýja framboðið muni því hafa mikil áhrif, þótt þessar tölur séu lægri en í könnunum. Fylgi ríkisstjórnarinnar dettur niður í þriðjung, sem er snöggtum lakara en hjá Jóhönnu og Steingrími. Þetta endurspeglar, að evrópuhatur hentar illa til frambúðar flokki auðhyggjumanna.