Evrópa tekur forustu

Punktar

Evrópusambandið hefur tekið skýra forustu í baráttunni fyrir sjálfbærri jörð, meðan ráðamenn Bandaríkjanna ætla að velta vandræðunum yfir á börn sín og barnabörn. Evrópusambandið hyggst minnka útblástur skaðlegs lofts um 20% á þrettán örum og að hafa þá komið fimmtungi orkunotkunar sinnar yfir í endurnýjanlega orkugjafa. Með þessu hefur Evrópa gefið fordæmi, sem stillir heimsins mestu sóðum í Bandaríkjunum og Kína upp við vegg. Evrópa hyggst gera hertar kröfur til nýrra bíla til að ná þessum árangri. Það var Angela Merkel, kanzlari Þýzkalands, sem knúði fram þessa vitrænu stefnu.