Evrópa spili með

Punktar

Evrópusambandið og Atlantshafsbandalagið eru flækt í ráðagerðir Ísraels og Bandaríkjanna, því að Evrópu líkar ekki heldur við frjálsar kosningar, nema niðurstöðurnar séu passlegar. Rætt er um, að Abbas forseti geti misbeitt valdi sínu til að bregða fæti fyrir meirihluta Hamas. Evrópa ætlar að minnka stuðning sinn við Palestínu, þótt Hamas sé miklu minna spillt en Fatah var. Einnig er stefnt að því að komast yfir peninga, sem reynt er koma til Palestínu eftir öðrum leiðum. Það á að svelta Palestínumenn til að kjósa rétt.