Evrópa sér gegnum Ísrael

Punktar

Samkvæmt 7.500 manna skoðanakönnun telja 59% íbúa Evrópusambandsins, að Ísrael sé mesta ógnunin við heimsfriðinn, næst á undan Bandaríkjunum. Niðurstaðan felur í sér raunsæja afstöðu Evrópubúa til alþjóðamála. Hún hefur vakið mikla reiði í Bandaríkjunum og Ísrael, þar sem hún er túlkuð sem gyðingahatur, eins og öll önnur gagnrýni á Ísrael. Peter Beaumont fjallar um könnunina í Observer.