Evrópa og IceSave slefa

Punktar

Nú sér fyrir endann á alþingisblaðri um Evrópu og IceSave. Ríkisstjórnin sá að sér í hvoru tveggja málinu. Búin að opna á fyrirvara í þingsályktun um IceSave samninginn. Mikilvægastur er fyrirvari um greiðslugetu ríkissjóðs. Einnig er fyrirvari um endurskoðun samningsins hvenær sem er. Í ályktun um aðildarviðræður eru settir ýmsir rammar, sem takmarka svigrúm til samninga. Hvort tveggja er í samræmi við vilja fólks eins og hann hefur komið fram í bloggi og víðar. Breytingarnar liðka fyrir samþykki beggja mála. Þau slefa gegnum Alþingi. Samþykki er brýnt, svo að lífið gangi áfram sinn vanagang.