Þegar sjávarútvegsráðherra Evrópusambandsins var hér í vikunni, kom í ljós, að sjávarútvegsstefna þess er farin að harðna að nýju. Liðið er tímabil tækifærisins, þegar sambandið taldi henta sér að lagfæra landakort sitt til norðurs. Næsta áratuginn verður það upptekið við að taka inn Austur-Evrópu og mun hafa minni áhuga á Íslandi en undanfarin ár. Samningsaðstaða okkar er því farin að versna og litlar líkur eru því á stuðningi hér á landi við aðild í náinni framtíð, því miður.
