Evrópa hitnar hraðar

Punktar

Erlendir fjölmiðlar fjalla þessa dagana mikið um niðurstöðu mælinga, sem sýna, að Evrópa hefur hitnað um eina gráðu á selsíus á þremur áratugum, nokkru meira en áður var talið. Þetta er talið vera merki um, að loftslagsbreytingar af völdum gróðurhúsaáhrifa séu meiri og hraðari en áður var talið. Einnig hafa menn áhyggjur af þiðnun freðmýra í Síberíu, þar sem rosamagn koltvísýrings fer út í loftið á skömmum tíma. Þessi nýju gögn hvetja menn til að hraða aðgerðum við að láta vetni leysa olíu og benzín af hólmi, enda hafa tilraunir með strætó í Reykjavík gengið vel.