Evrópa fékk á lúðurinn

Punktar

Grikkir létu Evrópusambandið og Alþjóðabankann ekki valta yfir sig. Taparar kosninganna eru gamlingjarnir Juncker, Merkel, Lagarde og Schäuble. Þau héldu sig geta siglt deilunni út á yztu nöf. Það hefur mistekizt. Öll Evrópa er því í sárum og það er ofangreindum fjórmenningum mest að kenna. Þessir bankaþjónar frömdu þá óhæfu að létta lánum Grikklands af evrópskum bönkum og setja þau á herðar evrópskra skattgreiðenda. Juncker, Merkel, Lagarde og Schäuble verða nú að svara fyrir þá óhæfu. Grikkir eru auðvitað erfiðir. En aðhaldsstefnan var orðin svo grimm, að líkja má við tilraun hryðjuverkasamtaka til fátæklingamorða.